• Áramótaheit sem gerir þér, dýrunum og jörðinni gott

    Í janúar á hverju ári máta hundruðir þúsunda einstaklinga um allan heim sig við vegan lífstílinn, sem felst í því að forðast - eftir fremsta megni - hagnýtingu dýra og ofbeldi gagnvart þeim. Veganúar á Íslandi er í samstarfi við Veganuary.com.

  • Section image

    Með vegan lífsstíl getur þú forðað hundruð dýra frá þjáningu á ári hverju!

    Þú bjargar lífum með hverri máltíð og vöru sem þú neytir án dýraafurða.

    Section image

    Sýnt hefur verið fram á að dýraafurðir, eins og td. unnar kjöt- og mjólkurvörur auka líkur á krabbameini og geta haft neikvæð áhrif á heilsuna. Á grænmetis- og plöntufæði getur heilsa þín stórbatnað.

    Section image

    Dýraafurðir eins og rautt kjöt og mjólkurafurðir hafa mikil áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda en með því að hætta að neyta þeirra dregur þú verulega úr þínu kolefnisspori.

  • Styrktaraðilar Veganúar 2026

    Krónan

    Krónan er fyrsta svansvottaða dagvöruverslunin og eru þau stöðugt að huga að úrbótum í starfsemi þeirra til að minnka umhverfisáhrif. Ein af þeim úrbótum eru Grænir Mánudagar.

    Krónan hefur síðustu ár verið dyggur stuðningsaðili Veganúar og er engin breyting á því árið 2026!

    Section image

    P L A N T A N

    Plantan er kaffihús/bistró sem hefur frá upphafi aðeins selt veganvænar vörur. Þau leggja áherslu á gott kaffi og hollan mat sem breytist með árstíðunum. Allar þeirra vörur eru framleiddar í þeirra eigin eldhúsi og fá þau reglulega lof fyrir bakkelsi og bruðl sem mörg kalla "heimilislegt" og vekur upp notalegar minningar.

    Plantan hafa stutt Veganúar frá opnun þeirra!

    Section image
  • Umfjöllun í fjölmiðlum

    Hér höfum við tekið saman umfjöllun um Veganúar í fjölmiðlum

    Bakaríið / 2026

    Aldís, Formaður SGÍ og Guðrún Sóley, sjónvarpskona, mættu í Bakaríið og ræddu prótein, vegan raunveruleikann og fleira vegan-tengt!

    Mannlegi Þátturinn / 2026

    Anna Hulda Ólafsdóttir er í stjórn SGÍ en hún hefur verið vegan frá 2015. Hún segir frá sinni vegferð og hvernig veganismi virkar fyrir fólk sem er í íþróttum eða í mikilli þjálfun.

    Section image

    Um hvað snýst Veganúar?

    / 2025

    Hildur Ómars tekur saman og deilir hér sinni túlkun og hugleiðingum um Veganúar og veganisma.

    Section image

    Lífið á Vísir.is / 2025

    „Veganismi er hvergi skil­greindur sem full­komnun eða ekkert“

    Formaður SGÍ, Aldís Amah, ræddi við Vísi um Veganúar, Veganisma og lífið almennt.

    Section image

    Mannlegi þátturinn / 2025

    Formaður SGÍ, Aldís Amah, ræddi um Veganúar, hedónisma, Betty Crocker og fleira.

    Section image

    MBL Veganúar er hafinn / 2025

    Aldís Amah, nýr formaður SGÍ, ræddi um Veganúar 2025 í viðtali við MBL.

    Section image

    Samfélagsmál á RÚV

    Aldís Amah Hamilton ræddi um Veganúar og hugmyndafræði veganisma í viðtali við RÚV.

    Section image

    Ósk Gunnars á FM957

    Ósk fékk Axel Friðriks til sín og hann sagði frá Veganúar á mannamáli, það er engin pressa að vera fullkominn og við eigum öll okkar vegferð.

    Section image

    Fréttavaktin á Hringbraut

    Valgerður og Axel Friðriks litu við hjá Margrét Erlu Maack og töluðu um að sýna sér mildi, byrja hægt og góðan mat. Hefst á 23:37.

    Section image

    Bítið á Bylgjunni

    Axel F. Friðriks leit við í Bítið og sagði frá Veganúar fyrir alla forvitna, henti út mýtum og skoraði á alla að skoða lífstílinn sinn.

    Section image

    Hvers vegan ekki?

    Pistill á Vísi frá Valgerði Árnadóttur, formanni Samtaka grænkera, í tilefni af upphafi Veganúar.

    Section image

    Veganúar 101 í Grænkerinu

    Axel Friðriks ræddi við Evu Kristjáns um Veganúar í heild en fóru líka yfir sína topp 5 lista á léttari nótum.

    Section image

    Reykjavík síðdegis á Bylgjunni

    Axel F. Friðriks ræddi m.a. um fjárhagslegan og siðferðislegan ávinning vegan lífsstíls í Reykjavík Síðdegis.

    Section image

    Kvennaklefinn á Hringbraut

    Valgerður og Björk ræddu Veganúar í Kvennaklefanum, ásamt Ingibjörgu, sem er að taka þátt í Veganúar í fyrsta skipti.