
- Hvers vegna vegan?
- Viðtöl við Grænkera
- …
- Hvers vegna vegan?
- Viðtöl við Grænkera
- Hvers vegna vegan?
- Viðtöl við Grænkera
- …
- Hvers vegna vegan?
- Viðtöl við Grænkera
Áramótaheit sem gerir þér, dýrunum og jörðinni gott
Í janúar á hverju ári máta hundruðir þúsunda einstaklinga um allan heim sig við vegan lífstílinn, sem felst í því að forðast - eftir fremsta megni - hagnýtingu dýra og ofbeldi gagnvart þeim. Veganúar á Íslandi er í samstarfi við Veganuary.com.
Með vegan lífsstíl getur þú forðað hundruð dýra frá þjáningu á ári hverju!
Þú bjargar lífum með hverri máltíð og vöru sem þú neytir án dýraafurða.
Sýnt hefur verið fram á að dýraafurðir, eins og td. unnar kjöt- og mjólkurvörur auka líkur á krabbameini og geta haft neikvæð áhrif á heilsuna. Á grænmetis- og plöntufæði getur heilsa þín stórbatnað.
Dýraafurðir eins og rautt kjöt og mjólkurafurðir hafa mikil áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda en með því að hætta að neyta þeirra dregur þú verulega úr þínu kolefnisspori.
Styrktaraðilar Veganúar 2026
Krónan
Krónan er fyrsta svansvottaða dagvöruverslunin og eru þau stöðugt að huga að úrbótum í starfsemi þeirra til að minnka umhverfisáhrif. Ein af þeim úrbótum eru Grænir Mánudagar.
Krónan hefur síðustu ár verið dyggur stuðningsaðili Veganúar og er engin breyting á því árið 2026!

P L A N T A N
Plantan er kaffihús/bistró sem hefur frá upphafi aðeins selt veganvænar vörur. Þau leggja áherslu á gott kaffi og hollan mat sem breytist með árstíðunum. Allar þeirra vörur eru framleiddar í þeirra eigin eldhúsi og fá þau reglulega lof fyrir bakkelsi og bruðl sem mörg kalla "heimilislegt" og vekur upp notalegar minningar.
Plantan hafa stutt Veganúar frá opnun þeirra!

Umfjöllun í fjölmiðlum
Hér höfum við tekið saman umfjöllun um Veganúar í fjölmiðlum

Um hvað snýst Veganúar?
/ 2025
Hildur Ómars tekur saman og deilir hér sinni túlkun og hugleiðingum um Veganúar og veganisma.

Lífið á Vísir.is / 2025
„Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“
Formaður SGÍ, Aldís Amah, ræddi við Vísi um Veganúar, Veganisma og lífið almennt.

Mannlegi þátturinn / 2025
Formaður SGÍ, Aldís Amah, ræddi um Veganúar, hedónisma, Betty Crocker og fleira.

MBL Veganúar er hafinn / 2025
Aldís Amah, nýr formaður SGÍ, ræddi um Veganúar 2025 í viðtali við MBL.

Samfélagsmál á RÚV
Aldís Amah Hamilton ræddi um Veganúar og hugmyndafræði veganisma í viðtali við RÚV.

Ósk Gunnars á FM957
Ósk fékk Axel Friðriks til sín og hann sagði frá Veganúar á mannamáli, það er engin pressa að vera fullkominn og við eigum öll okkar vegferð.

Fréttavaktin á Hringbraut
Valgerður og Axel Friðriks litu við hjá Margrét Erlu Maack og töluðu um að sýna sér mildi, byrja hægt og góðan mat. Hefst á 23:37.

Bítið á Bylgjunni
Axel F. Friðriks leit við í Bítið og sagði frá Veganúar fyrir alla forvitna, henti út mýtum og skoraði á alla að skoða lífstílinn sinn.

Hvers vegan ekki?
Pistill á Vísi frá Valgerði Árnadóttur, formanni Samtaka grænkera, í tilefni af upphafi Veganúar.

Veganúar 101 í Grænkerinu
Axel Friðriks ræddi við Evu Kristjáns um Veganúar í heild en fóru líka yfir sína topp 5 lista á léttari nótum.

Reykjavík síðdegis á Bylgjunni
Axel F. Friðriks ræddi m.a. um fjárhagslegan og siðferðislegan ávinning vegan lífsstíls í Reykjavík Síðdegis.

Kvennaklefinn á Hringbraut
Valgerður og Björk ræddu Veganúar í Kvennaklefanum, ásamt Ingibjörgu, sem er að taka þátt í Veganúar í fyrsta skipti.
Áhugaverðir hlekkir
Viltu vera með í Veganúar í ár?
Veganúar er stærsta vegan-hreyfing í heiminum í dag.
Veganúar hvetur fólk til að prófa að vera vegan í janúarmánuði og helst auðvitað til frambúðar.
Veganúar 2026





















